Geggjuð síða fyrir þá sem elska DIY

Frábær síða fyrir DIY-unnendur og aðra fagurkera.
Frábær síða fyrir DIY-unnendur og aðra fagurkera. mbl.is/Zwoste.de

Ef þú ert sá eða sú sem elskar föndur og sniðugar lausnir, þá erum við með æðislega síðu fyrir þig til að „elta“. Höfundurinn heitir Sandra og bloggar undir nafninu zwoste.de, en hana má líka finna á Instagram.

Myndirnar eru fallegar og hugmyndirnar skemmtilegar sem gefa innblástur í allt og ekkert. Og þrátt fyrir að síðan sé að mestu leyti á þýsku, þá eru myndirnar oft nóg á að líta. Allt sem þú getur dundað þér við á góðri kvöldstund eða þegar krakkagemlingarnir eru veikir heima.

Lítið egg í krúttlegum búningi með einhyrningshorn.
Lítið egg í krúttlegum búningi með einhyrningshorn. mbl.is/Zwoste.de
Hugmynd um hvernig leggja má á borð.
Hugmynd um hvernig leggja má á borð. mbl.is/Zwoste.de
Ef þetta er ekki helgarföndrið með krökkunum - göngutúr út ...
Ef þetta er ekki helgarföndrið með krökkunum - göngutúr út í skóg og útbúa nokkur svona hreindýr fyrir jólin. mbl.is/Zwoste.de
mbl.is