Klassíski pastarétturinn með haugi af osti

Mac´n´cheese er rétturinn sem fær allt og alla til að …
Mac´n´cheese er rétturinn sem fær allt og alla til að líða aðeins betur á erfiðum dögum. mbl.is/Betina Hastoft

Þegar þig dreymir um „comfort food“ þá tölum við um hina einu sönnu útgáfu af makkarónum og osti eða mac‘n‘cheese – rétt eins og Ameríkaninn elskar. Hvað er betra á blúsuðum degi en að fá sér pastarétt með haugi af osti.

Klassíski pastarétturinn með haugi af osti (mac‘n‘cheese)

  • 7 dl mjólk
  • 1 skallotlaukur
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 2 lárviðarlauf
  • 350 g makkarónur
  • 50 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 175 g rifinn cheddar-ostur
  • 1 msk. sinnep
  • 50 g brauðkrumlur
  • 50 g parmesan

Aðferð:

  1. Setjið mjólk í pott. Skerið skallotlauk og hvítlauk í fjóra báta og setjið út í pottinn ásamt lárviðarlaufunum.
  2. Hitið upp að suðu og takið þá pottinn af hellunni. Leyfið mjólkurblöndunni að standa í 30 mínútur og sigtið hana þá yfir í skál eða könnu.
  3. Sjóðið makkarónurnar í söltuðu vatni.
  4. Bræðið smjörið í potti og bætið hveiti út í. Hrærið saman í litla bollu og bætið þá mjólkinni smátt og smátt út í og pískið saman þar til útkoman verður að sósu.
  5. Hrærið rifnum cheddar-osti og sinnepi út í sósuna og smakkið til með salti og pipar.
  6. Hitið ofninn á 200°.
  7. Setjið makkarónurnar í eldfast mót og hellið sósunni yfir.
  8. Raspið brauðið fínt og dreifið yfir réttinn ásamt parmesan-osti.
  9. Setjið í miðjuna á ofni í 15-20 mínútur og bakið þar til rétturinn verður gylltur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert