Blómkálspítsubotn Arnars Grant

Pítsan tilbúin og sérlega girnileg að sjá.
Pítsan tilbúin og sérlega girnileg að sjá. mbl.is/Albert Eiríksson

Þegar einkaþjálfarinn þinn segir þér að skipta yfri í blómkálspítsubotn er eins gott að hlýða - sem er einmitt það sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gerðu. 

Bergþór hefur náð undraverðum árangri enda búinn að léttast um ein fimmtán kíló og ekki er Albert síðri enda algjör perla. 

Albert deildi uppskrit einkaþjálfarans Arnars Grant inn á matarblogginu sínu Albert eldar og Matarvefurinn má til með að deila þessari snilld enda margir afskaplega forvitnir um þá. 

Blómkálspitsubotn

  • 1/2 blómkálshöfuð (ca 3 bollar)
  • 2 msk olía
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 bolli rifinn mozzarella ostur
  • 1 egg
  • 1 tsk basil
  • 1 tsk oreganó

Aðferð:

  1. Skerið blómkálið gróft niður og setjið matvinnsluvélina ásamt hvítlauk. Léttsteikið í olíunni í 5-7 mínútur. Setjið í skál og bætið við eggi, osti og kryddum. Blandið vel saman og setjið á bökunarpappír. Bakið við 190°C í um 30 mín. eða þangað til botninn hefur tekið fallegan lit.
  2. Takið út ofninum og setjið pitsusósu ofan á og það sem þið viljið hafa á pítsunni. Stráið osti yfir og bakið áfram í nokkrar mínútur þangað til osturinn hefur bráðnað og tekið lit.
Botninn undirbúinn.
Botninn undirbúinn. mbl.is/Albert Eiríksson
Tilbúin í ofninn.
Tilbúin í ofninn. mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is