Ómótstæðileg After Eight-stykki

Hleypið þessum girnilegu súkkulaðistykkjum inn á borð til okkar.
Hleypið þessum girnilegu súkkulaðistykkjum inn á borð til okkar. mbl.is/Tia Borgsmidt

Súkkulaði-unaður sem brotnar léttilega í munni og skilur eftir sig keim af myntu. Við höfum sagt allt sem segja þarf hvað þessi girnilegu After Eight-stykki varðar. Þessi einfalda uppskrift er alltaf að fara að prófast.

After Eight-draumur (12 stk.)

  • 100 g rjómasúkkulaði
  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 150 g núggat
  • 50 g hnetur
  • 50 g After Eight
  • 50 g litlir sykurpúðar

Aðferð:

  1. Hakkið bæði rjóma- og dökka súkkulaðið niður og bræðið í skál yfir vatnsbaði ásamt núggatinu.
  2. Hakkið hneturnar og After Eight-plöturnar og bætið út í súkkulaðiblönduna ásamt sykurpúðunum.
  3. Hellið blöndunni í form, sirka 10x25 cm (helst plastform), og geymið í ísskáp yfir nótt.
  4. Þrýstið súkkulaðinu úr forminu og skerið í langa strimla, sirka 1½ cm þykkt. Geymist best í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert