Með baksturinn í blóðinu

Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Hjördís Dögg Grímarsdóttir heitir konan á bak við hina vinsælu heimasíðu mömmur.is en þar bakar hún eins og vindurinn og deilir með lesendum sínum. Hjördís er sannkallaður sælkeri og hér deilir hún með okkur þremur uppskriftum sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda epli.

„Ég hef mikið notað epli í hinum ýmsu uppskriftum þar sem þau gefa gott bragð og lífga upp á marga rétti. Marensterta er þar efst á listanum en þegar ég byrjaði að setja eplabita út í rjómann þá varð ekki aftur snúið. Ekki má gleyma hvað það ert margt sem passar með eplum en hægt er að leika sér með hráefni eins og kanil, súkkulaði og karamellu.

Hér eru á ferðinni þrír réttir sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda epli. Marengsterta stendur alltaf fyrir sínu en skyrrétturinn er ótrúlega ferskur með rifnum eplum. Brauðréttur með eplabitum er eitthvað sem ég var að prófa í fyrsta skipti og kom hann virkilega á óvart og hvet ég aðra til að prófa,“ segir Hjördís um uppskriftirnar þrjár sem eru hver annarri girnilegri.

Uppskriftirnar birtast hver af annarri hér á Matarvefnum innan skamms.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert