Samlokan sem mun kollvarpa heimsmynd þinni

mbl.is/Huffinton Post

Hér gefur að líta mögulega þá girnilegustu samloku sem sést hefur enda samanstendur hún af súrdeigsbrauði, brie-osti, beikoni og fíkjusultu.

Samlokan fær hörðustu samlokuandstæðinga til að skipta snarlega um skoðun (já, til er það fólk sem telur að samlokur séu óæðri matur) enda er þetta sannkölluð gourmet-sprengja svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Grilluð samloka með brie, beikoni og sultu
  • 4 msk. smjör við stofuhita
  • 4 sneiðar af súrdeigsbrauði
  • 6 vænar sneiðar af beikoni
  • 1 laukur, skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar
  • 1 msk. balsamik-edik
  • 2 msk. fíkjusulta
  • 120 g brie ostur í sneiðum

Aðferð:

  1. Steikið beikonið uns stökkt og stórglæsilegt. Leggið til hliðar. Steikið laukinn á pönnunni (notið fituna af beikoninu) uns hann er farinn að brúnast í rólegheitunum. Bætið balsamik-ediki á pönnuna og eldið í eina mínútu til viðbótar.
  2. Setjið smjörið ríflega öðru megin á hverja brauðsneið. Smyrjið sultunni á hina hliðina. Setjið síðan karmeliseraða laukinn ofan á sultuhliðina, svo beikon og loks brie ostinn. Setjið aðra brauðsneið ofan á og látið smjörhliðina snúa upp.
  3. Setjið samlokuna á pönnu og steikið í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til osturinn er farinn að leka ómótstæðilega út og brauðið sjálft er orðið stökkt.
mbl.is/Huffington Post
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert