Ómótstæðilegt grænmetis lasagna

mbl.is/Linda Ben

Ef einhver getur staðist þessa freistingu þá fær hinn sami vegleg verðlaun enda er þetta svo girnilegur réttur að ekki er annað hægt en að fá vatn í munninn. 

Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er algjörlega dásamleg og fullkomin á degi sem þessum. 

Matarbloggið hennar Lindu er hægt að heimsækja HÉR.

Grænmetis lasagne með sveppum og spínati

 • Pastella fersk lasagna blöð
 • 500 g sveppir
 • 1 rauðlaukur
 • 1 msk ólífu olía
 • 70 g tómatpúrra
 • 450 ml einföld pastasósa
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 100 g spínat
 • 250 g kotasæla
 • Rifinn mosarella ostur (mjög gott að kaupa rúllu af mosarella og rífa hálfa niður)
 • 1 msk þurrkað oreganó
 • 1-2 tsk þurrkað basil
 • 1 tsk þurrkað timjan
 • ½ tsk þurrkað rautt chillí
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
 2. Skerið sveppina niður í bita, þannig að áferðin líkist grófu hakki. Steikið þá á þurri pönnu á meðal heitri pönnu og setjið klípu af salti yfir. Fljótlega byrjar vökvi að koma út úr sveppunum.
 3. Skerið rauðlaukinn smátt niður og setjið út á pönnuna með sveppunum ásamt ólífu olíu og steikið þar til vökvinn af sveppunum hefur gufað upp.
 4. Setjið því næst er tómatpúrru bætt á pönnuna, pastasósu og hökkuðum tómötum. Kryddið með oreganó, basil, timjan, chilli, salti og pipar. Steikið áfram á pönnunni í um það bil 10 mín eða þar til sósan er orðin þykk og kraftmikil.
 5. Setjið þunnt lag af sósu í botninn og setjið lasagna blöð yfir sósuna. Setjið 2-3 msk af kotasælu yfir, ásamt spínati og rifnum mosarella. Endurtakið þessi skref 2-3x og toppið með rifnum mosarella.
 6. Bakið inn í ofni í 20 mín. Leyfið lasagnanu að taka sig í 10 mín áður en það er skorið.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Loka