Besta ráðið til að þrífa flatskjáinn

Við höfum fundið lausnina á því hvernig best sé að ...
Við höfum fundið lausnina á því hvernig best sé að þrífa flatskjáinn. mbl.is/Shutterstock

Hefur þú þurrkað af flatskjánum heima hjá þér og eftir sitja rendur sem þú kærir þig ekkert um. Ekki örvænta því við höfum fundið ráð við því.


Við könnuðum málið og staðreyndin er sú að blautur örtrefjaklútur mun alltaf skilja eftir rákir þó að við höfum alla tíð trúað öðru. Besta ráðið er að draga fram gamla góða ketilinn og sjóða vatn, jafnvel með smávegis af ediki. Leggja því næst samanbrotinn örtrefjaklút yfir ketilinn þannig að klúturinn dragi í sig dampinn af vatninu – það er hérna sem trixið liggur. Þurrkið síðan af sjónvarpinu og engar rendur munu sitja eftir. Endurtakið ef klúturinn þornar á milli þrifa.

mbl.is