Matgæðingar á leið til Köben verða að prófa þennan stað

Nýverið opnaði veitingastaður í háhýsi í hjarta Kaupmannahafnar með stórbrotnu …
Nýverið opnaði veitingastaður í háhýsi í hjarta Kaupmannahafnar með stórbrotnu útsýni. mbl.is/Sukaiba Copenhagen

Allir matgæðingar landsins sem eiga leið um Kaupmannahöfn ættu að skoða þetta aðeins nánar. Nýverið opnaði glæsilegur veitingastaður þar sem japönsk matargerð er undirstaðan í umhverfi sem engan svíkur.

Staðurinn heitir Sukaiba Copenhagen, með stórbrotnu útsýni yfir borgina, umlukið stórum gluggum á efstu hæð. Þeir bjóða upp á sitt eigið gin og stjörnukíki svo eitthvað sé nefnt. Það er hér sem kvöldið byrjar og endar án efa, á toppnum.

Sukaiba Copenhagen þykir einn sá flottasti í bransanum í dag.
Sukaiba Copenhagen þykir einn sá flottasti í bransanum í dag. mbl.is/Sukaiba Copenhagen
Vandaðar innréttingar og notalegt andrúmsloft í hæstu hæð.
Vandaðar innréttingar og notalegt andrúmsloft í hæstu hæð. mbl.is/Sukaiba Copenhagen
Hversu geggjað er að sitja hér með útsýni yfir alla …
Hversu geggjað er að sitja hér með útsýni yfir alla borgina. mbl.is/Sukaiba Copenhagen
mbl.is