Gordon Ramsay fór nærri því að gráta

Gordon Ramsay var að vonum ánægður með glaðninginn.
Gordon Ramsay var að vonum ánægður með glaðninginn. mbl.is/skjáskot af YouTube

Það er ekki á hverjum degi sem meistari Gordon Ramsay fagnar stórafmæli en kappinn varð fimmtugur á dögunum og að sjálfsögðu var fagnað. 

Börnin hans fjögur komu honum á óvart með því að aka honum á veitingastað sem var einungis opinn þeim. Jack og Tilly (Matilda) sáu um eldamennskuna og foreldrar kappans voru einnig boðnir. Að sjálfsögðu var Tana Ramsay eiginkona hans einnig á svæðinu. 

Ramsay var hálfklökkur og var ekki laus við að hann ætti hálferfitt með sig. En ánægður var hann...

mbl.is