Jólakrans á 5 mínútum

Einfaldara getur það ekki verið – krans úr eucalyptus-greinum.
Einfaldara getur það ekki verið – krans úr eucalyptus-greinum. mbl.is/Helena Nord

Jæja, það dugar ekki lengur að láta eins og jólin séu ekki að nálgast á ógnarhraða. Þeir sem aðhyllast látlaust skraut og náttúrulega liti ættu að tékka á þessum blómakransi. Eina sem þú þarft er búnt af eucalyptus-greinum, skæri og grænan vír til að binda saman. Takið eftir í lok myndbandsins að einnig er hægt að binda saman rósmaríngreinar og nota sem servíettuhringi.

Prófaðu að binda saman rósmaríngreinar og notaðu sem servíettuhringi.
Prófaðu að binda saman rósmaríngreinar og notaðu sem servíettuhringi. mbl.is/Helena Nord
mbl.is