Ný KitchenAid komin í búðir

mbl.is/KitchenAid

Fagurkerar og KitchenAid-aðdáendur geta tekið gleði sína því nýjasta lína hrærivélanna inniheldur meðal annars þennan undurfagra lit sem vér höldum vart vatni yfir. 

Liturinn heitir Dried Rose og er bleikur og mattur og hluti af nýju 185 Artisan-hrærivélalínunni. Nýju vélarnar eru með uppfærðan aukahlutapakka þar sem hrærarinn og hnoðarinn eru krómhúðaðir og mega fara í uppþvottavél. Í eldri gerðum hefur það ekki mátt og má búast við að aðdáendur vélanna taki þessari breytingu með bros á vör. 

mbl.is/KitchenAid
mbl.is