Ómótstæðilegt salat með parmaskinku og melónu

Það er fátt sem toppar melónu og parmaskinku saman í …
Það er fátt sem toppar melónu og parmaskinku saman í einum rétti. mbl.is/Valdemarsro

Megum við kynna ferskasta meðlæti mánaðarins – hentar með öllum mat eða sem forréttur. Það gerist eitthvað stórkostlegt þegar melóna og parmaskinka mætast og bragðlaukarnir vakna úr dvala. Það verður ekki betra en þetta – satt og sannað!

Heimsins besta melónusalat

 • 70 g rucola
 • 70 g parma- eða serranóskinka
 • ½ galia melóna
 • ½ cantaloup-melóna
 • 30 g furuhnetur, ristar á pönnu
 • 125 g mozzarella
 • 1 msk. balsamikgljái
 • 1 msk. ólífuolía
 • Svartur pipar
 • Flögusalt

Aðferð:

 1. Skerið melónuna í litlar kúlur eða teninga.
 2. Setjið ólífuolíu og balsamikgljáa á stórt fat og veltið rucola þar upp úr. Rífið skinkuna niður í munnbita ásamt mozzarella-ostinum. Dreifið yfir salatið, því næst melónukúlunum og furuhnetunum.
 3. Saltið og piprið áður en borið er fram.
mbl.is/Valdemarsro
mbl.is