Eðlubrauðréttur sem tryllir gestina

mbl.is/Maria Gomez

Hvað gerist þegar hin stórkostlega eðla ákveður að fara í partí með hinum klassíska íslenska brauðrétt? Útkoman er hreint stórkostleg og það má fastlega búast við því að þessi brauðréttur - sem kallast nú formlega Eðla í rúllubrauði - muni slá í gegn enda foreldrar hans kjölfestan í íslenskri matarmenningu.

Það er Maria Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Eðla í rúllubrauði

*Þessi uppskrift gefur af sér tvö rúllutertubrauð en ekki veitir af því í veislu. Ef þið viljið eitt þá er að helminga uppskriftina 

  • 500 gr nautahakk
  • 400 gr rjómaost (þarf ekki að nota alla dósina)
  • 1 græn paprika smátt skorið
  • 800 gr salsasósa (ég notaði þessa stóru frá Santa María medium sterka)
  • 2 rúllutertubrauð frá Myllunni (prófaði fyrst annað en það molnaði niður. Frá Myllunni var mun betra, ekki spons samt, bara persónulegt álit)
  • 1 mozzarella kúla (1/2 á hvert brauð)
  • 1 dós sýrðan rjóma með graslauk (í grænu dósunum)
  • Nachos með salti
  • 1 poki rifinn ostur (mozarella eða pizzaostur bestur)
  • 1 tsk paprikuduft (og svo meira til að dreifa yfir ostinn ofan á)
  • 1 tsk hvítlauskduft (athugið ekki hvítlaukssalt)
  • 1 tsk timian
  • 1 tsk Cumin (ekki kúmen eins og í kringlum)
  • 1 1/2 tsk borðsalt fínt
  • svartur pipar
  • jalapeño í krukku (má sleppa)

Aðferð:

  1. Réttinn er mjög auðvelt að gera en hér að ofan eru myndir sem sýna ferlið. Fyrst þarf að afþýða brauðið.
  2. Hitið ofninn á 190 C°blástur.
  3. Steikið hakkið á pönnu og setjið papríkuna smátt skorið út á.
  4. kryddið með salti, pipar, paprikudufti, timian, Cumin og hvítlauksdufti.
  5. Þegar hakkið er til, hellið þá allri salsasósunni út á pönnuna og hrærið vel saman.
  6. Hitið nú rjómaostinn í eins og 20 sekúndur í örbylgju, svo það sé auðvelt að smyrja honum á brauðið sem er mjög viðkvæmt.
  7. Smyrjið honum svo yfir allan brauðferninginn eins og á fyrstu myndinni.
  8. Dreifið næst hakkinu yfir allt.
  9. Og raðið svo Mozarella kúlunni í sneiðum fyrir miðju.
  10. Setjið jalapeño ofan á Mozarella sneiðarnar og rúllið varlega upp brauðinu.
  11. Smyrjið svo yfir alla rúlluna sýrða rjómanum.
  12. Og dreifið fínt muldnu nachoi yfir sem blandað hefur verið við rifna ostinn 50/50
  13. Ef þið viljið setjið þá enn meira af rifnum osti yfir það og stráið papriku dufti yfir að lokum.
  14. Bakist í 190 C°heitum ofninum í 25-30 mínútur eða þar til orðið gyllt og fagurt.
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert