Pítsa sem mun breyta lífi þínu

Hér gefur að líta sambærilega pítsu en hér er þó …
Hér gefur að líta sambærilega pítsu en hér er þó búið að bæta við spítati sem getur líka verið sérlega gott. mbl.is/Epicurious

Ég smakkaði þessa pítsu fyrst á veitingastað í Milanó á Ítalíu þar sem ég dvaldi fyrir mörgum árum síðan. Skammt frá heimili mínu var lítill veitingastaður sem bauð upp á bestu pítsur í heimi. Mín uppáhalds var með þistilhjörtum og parmaskinku sem er ein undarlegasta blanda í heimi. Sjálf er ég gallhörð pepperóní kona og því þykir mér undarlegt að enn þann dag í dag geri ég heiðarlegar tilraunir til að leika eftir pístsuna sem breytir lífnu. 

Þetta er það næsta sem ég hef komist og útkoman er frekar frábær. 

Heimagerð pítsa með parmaskinku og þistilhjörtum

  • 1 pítsadeig
  • parmaskinka
  • þistilhjörtu úr krukku
  • mozzarella ostur
  • pítsasósa
  • salt og pipar

Aðferð: 

  1. Flettu deigið virkilega þunnt út og ef þú átt ekki eldofn (sumir eiga svoleiðis!!!) þá skaltu forbaka botninn. 
  2. Takið botninn og setjið á hann pítsusósu, mozzarella ostinn og þistilhjörtun. Gott er að taka einn þistil og skera hann í fernt. Saltið og piprið. 
  3. Bakið í ofninum á ný uns osturinn er orðinn vel bráðinn og alveg eins og þú vilt hafa hann. 
  4. Takið pístsuna út úr ofninum og setjið parmaskinkuna fjálglega yfir eftir smekk. Að mínu viti er meira betra en mikilvægt er þó að setja ekki of mikið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert