Jólaforrétturinn fundinn

Viktor Snorrason á Moss Resturant
Viktor Snorrason á Moss Resturant Árni Sæberg

Fyrir þá sem hafa upplifað mikla angist í aðdraganda jóla vegna valkvíða og almennrar óákveðni varðandi jólamatseðilinn þá er formlega hægt að gleðjast því jólaforrétturinn er fundinn. Hér er verið að tala um hreindýratartar með reyktum möndlum, geitaostskremi og majónesi með svörtun hvítlauk og súrum. Súrurnar gætu reyndar verið vandfundnar á þessum árstíma en að öðru leyti er þetta algjörlega skotheldur réttur fyrir matgæðinga þessa lands sem vilja hafa flækjustigið fremur hátt.

Það skemmtilega við þennan rétt er að hann er hluti af Fimm eða færri-áskorendakeppninni Matarvefjar mbl.is þar sem markmiðið er að fá atvinnumenn til að elda einfaldan mat sem allir geta eldað. Það er Viktor Már Snorrason á Moss Restaurant í Bláa lóninu sem á heiðurinn af þessari snilld, sem á eflaust eftir að verða víða á boðstólum um jólin.

Hreindýratartar með reyktum möndlum, geitaostskremi, svörtum hvítlauk og súrum 

Hreindýratartar

  • 150 g hreindýr
  • 1 msk. gróft sinnep
  • 1 skallotlaukur
  • 30 g sýrður laukur
  • 5 g fáfnisgras
  • 1 msk. ólífuolía
  • salt
  • einiber

Skerið hreindýrið í tartar og setjið í skál, skallotlaukurinn og sýrði laukurinn skorinn fínt og blandað saman við.

Fáfnisgrasið er fínsaxað og bætt við ásamt sinnepi og ólífuolíu, svo smakkað til með salti og maukuðum einiberjum.

Geitaostskrem

  • 200 g geitaostur
  • 100 g súrmjólk
  • hálf sítróna
  • salt

Allt sett saman í blandara og unnið vel.

Sigtað í gegnum trommusigti.

Reyktar möndlur

Bæði sett með tartar og einnig raspað yfir réttinn.

Svarthvítlauksmajónes

  • 100 g svartur hvítlaukur
  • 1 hleypt egg (poached)
  • olía
  • salt
  • eplaedik

Hvítlaukur og egg unnin saman í matvinnsluvél þar til fínt.

Næst er olíu bætt við rólega þar til majónesið er orðið vel þykkt.

Smakkað til með salti og eplaediki.

Súrur

Alls konar súrur, má vera ein tegund eða fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert