Ljúffengt kjúklingasalat með beikoni

Kjúklingasalat á brauð er ljúffengur kostur.
Kjúklingasalat á brauð er ljúffengur kostur. mbl.is/Thomas Hergaard

Ekta heimatilbúið kjúklingasalat, eins og þú þekkir það erlendis frá. Sést ekki oft á borðum hér heima en er alveg glettilega gott. Hér má leika sér með hráefnin eftir árstíðum. Bæta við cherry tómötum, ferskri basiliku, aspas eða jafnvel smávegis af karrý. Allt sem hugurinn girnist getur farið í þennan góða grunn.

Ljúffengt kjúklingasalat (fyrir 2)

  • 1-3 kjúklingabrjóst eða læri
  • 1 sítróna
  • Ferskt estragon eða timían
  • 3 heil svört piparkorn
  • ¼ l kjúklingakraftur (vatn og teningur)
  • 2 msk. Hellmann´s majónes
  • 3-4 msk. sýrður rjómi (eða grísk jógúrt)
  • 1 tsk. dijón sinnep
  • Salt og pipar
  • 125 g sveppir, skornir í skífur
  • 2 sellerí stilkar, smátt skornir
  • 2 vorlaukar, smátt skornir

Skraut:

  • Salatblöð
  • Beikon

Aðferð:

  1. Setjið kjúklinginn í pott með nokkrum sítrónuskífum, estragon-greinum og heilum piparkornum. Hellið kjúklingakraftinum út í og fáið suðuna upp. Lækkið þá aðeins hitann og látið malla undir loki í 12-15 mínútur. Takið pottinn af hellunni, lokið af og leyfið kjúklingnum að kólna í vatninu.
  2. Takið skinnið af kjúklingnum og skerið kjötið í strimla.
  3. Pískið saman majónesi og sýrðum rjóma og smakkið til með sítrónusafa, sinnepi, fínt hökkuðu estragoni, salti og pipar.
  4. Bætið sveppunum út í majónesblönduna ásamt vorlauk og kjúklingnum. Smakkið til með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert