Ómótstæðilegt eldhús sem brýtur allar reglur

Stílhreint og fagurt... takið eftir því hvernig skáparnir eru felldir ...
Stílhreint og fagurt... takið eftir því hvernig skáparnir eru felldir inn í vegginn án þess að eftir því sé tekið. mbl.is/Elle Decor

Það er skuggalega fallegt og stílhreint þetta eldhús sem hér sést. Það skemmtilega við það er að það brýtur líka flestar reglur sem settar eru um eldhús og gilda almennt. 

En hverjar eru þessar óskrifuðu reglur eldshúsa:

Skápar eru eins í öllu eldhúsinu. Ein innrétting er valin og þar við látið sitja. Hér eru hins vegar nokkrar skápategundir í boði og það kemur stórvel út.

Borðplatan er úr sama efni. En ekki hér. Bæði er notast við hvítan marmara, svarta borðplötu sem við giskurm á að sé kvarts eða corian.

Vaskurinn er svartur. Það er yfirleitt talið algjört tabú í eldhúshönnun en hér er öllum litum snúið skemmtilega við. 

Flísar á gólfinu. Almennt séð er það ekki talið góð hugmynd (því bæði er þreytandi að standa lengi á hörðu gólfi auk þess sem allt sem á því lendir brotnar). Hér kemur það hins vegar svo vel út að maður hugsar bara „skítt með það.“

Húsið í heldi sinni er óborganlega fagurt en hægt er að nálgast það HÉR.

Glugginn í borðstofunni er algjört augnayndi.
Glugginn í borðstofunni er algjört augnayndi. mbl.is/Elle Decor
Borðkrókurinn er skemmtilegur.
Borðkrókurinn er skemmtilegur. mbl.is/Elle Decor
mbl.is