Sætir sænskir snúðar

Það er erfitt að standast nýbakaða snúða – sérstaklega með …
Það er erfitt að standast nýbakaða snúða – sérstaklega með fyllingu og glassúr. mbl.is/Line Thit Klein

Það er erfitt að standast snúða – alveg sama í hvaða formi þeir eru. Hér er ein ljúffeng dekuruppskrift að ekta sænskum snúðasyndum með fyllingu.

Sætir sænskir snúðar

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 5 dl volg mjólk
  • 40 g ger
  • 1 pískað egg
  • 3 msk. sykur
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. kardemomme
  • Sirka 800 g hveiti
  • 1 egg til að pensla

Krem:

  • 200 g mjúkt smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 msk. kanill

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni út í – hitið að 37°. Hellið í skál og því næst gerið út í. Hrærið í þar til gerið leysist upp.
  2. Setjið egg, sykur, salt, kardimommu og 2/3 af hveitinu í skálina með smjörinu og mjólkinni, og hrærið í þar til deigið verður slétt. Setjið restina af hveitinu smátt og smátt út í og hnoðið alla „klumpa“ úr. Passið samt að setja ekki of mikið hveiti – deigið byrjar að losa sig frá köntunum þegar það er tilbúið.
  3. Leyfið deginu að hefast í sirka 1½ klukkustund og breiðið rakt viskastykki yfir skálina. Búið til kremið á meðan. Hrærið smjör, sykur og kanil saman þar til kremið verður létt í sér.
  4. Þegar deigið hefur náð að hefa sig, hnoðið það þá örlítið á borðinu. Deigið er tilbúið þegar það klístrar hvorki borð né hendur.
  5. Stillið ofninn á 225°. Rúllið deiginu í ferhyrning að stærð 25x40 cm. Smyrjið kreminu yfir og rúllið því næst deiginu upp á lengri hliðinni. Skerið í 3 cm þykkar sneiðar.
  6. Leggið snúðana á bökunarpappír á bökunarplötu með 2-3 cm á milli. Leyfið þeim að taka sig í 45 mínútur undir viskastykki, eftir þann tíma ættu þeir nánast að snerta hver annan. Penslið með eggi og bakið í 12-15 mínútur, þar til gylltir.
  7. Leyfið snúðunum að kólna að stofuhita áður en þú skreytir þá með glassúr eða berð þá fram eins og þeir eru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert