Svona gerir þú allt öðruvísi marengsköku en þú átt að venjast

Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Hér gefur að líta ægifagra marengstertu sem lítur hreint allt öðruvísi út en við eigum að venjast en er ekki svo flókin. Það er Hjördís Dögg á mömmur.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift en það er alltaf gaman að sjá hvernig hægt er að leika sér með marengsinn.

Marengsterta með eplum og vínberjum

Uppskrift fyrir tvo botna

 • 8 stk. eggjahvítur
 • 440 g sykur
 • 1 tsk. lyftiduft
 • gelmatarlitur

Fylling:

 • ½ lítri rjómi
 • 2 stk. epli – brytjuð smátt
 • 10-15 vínber – skorin í fjóra bita
 • 3 stk. marssúkkulaði

Aðferð:

 1. Eggjahvíturnar eru þeyttar, sykrinum blandað saman við og blandan stífþeytt.
 2. Lyftidufti er síðan blandað varlega saman við ásamt matarlit.
 3. Til að móta hring er fínt að nota disk ca 26-28 cm og teikna meðfram á bökunarpappír. Marensblandan er sett í sprautupoka og sprautustúturinn 1M notaður. Hægt að byrja að sprauta við línurnar á hringnum eða í miðjunni.
 4. Marengsblandan er bökuð við 130°C hita í um 1½ klst.
 5. Rjóminn er þeyttur, eplin skorin í smáa bita ásamt vínberjunum og marssúkkulaðinu. Þessu er öllu blandað varlega saman og sett á milli marensbotnanna.
Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »