Fengu 5.607.670 krónur að gjöf

Þorstein Guðmundsson var að vonum ánægður með gjöfina.
Þorstein Guðmundsson var að vonum ánægður með gjöfina. Eggert Jóhannesson

Bataskóli Íslands fékk fyrr í dag veglega ávísun upp á rúmar fimm milljónir sem safnast höfðu í Góðgerðarpítsu-áttaki Domino´s.

Það var mikil gleði þegar forsvarsmenn Bataskóla Íslands tóku við ávísun upp á 5,6 milljónir úr höndum Birgis Arnars Birgissonar, forstjóra Domino´s á Íslandi. Það var Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri Bataskólans, sem tók við gjöfinni og var að vonum ánægður.

Þorsteinn sagði í samtali við Matarvefinn að peningarnir væru kærkomnir og rynnu óskertir til skólastarfsins. Áhersla yrði á ungt fólk, þá ekki síst ungmennabekkinn sem sé fyrir aldurshópinn 18-28 ára. Yfir 70 manns séu nú á biðlista en með þessari rausnarlegu gjöf verði hægt að minnka hann verulega.

„Við erum óskapleg þakklát og það eru ekki bara peningarnir heldur einnig sú góða kynning sem Bataskólinn hefur fengið í öllu verkefninu,“ segir Þorsteinn aðspurður. „Umsóknum hefur fjölgað og nú eru fleiri sem vita af okkur. Við þökkum bæði Domino´s og þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem að Góðgerðarpítsunni komu, þá ekki síst Hrefnu Sætran sem gaf alla sína vinnu.“ 

Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Námið er tvær annir og úr alls 16 námskeiðum að velja í allt. Hægt er að nálgast heimasíðu Bataskólans HÉR.

Anna Fríða Gísladóttir, Birgir Örn Birgisson, Hrefna Sætran ásamt þeim …
Anna Fríða Gísladóttir, Birgir Örn Birgisson, Hrefna Sætran ásamt þeim Esther Ágústsdóttur og Þorsteini Guðmundssyni frá Bataskólanum. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert