Miller í kampavínsformi

Geggjuð bjórflaska frá Miller í kampavínsformi.
Geggjuð bjórflaska frá Miller í kampavínsformi. mbl.is/Miller High Life

Það er komið að því – hinn eini sanni Miller bjór verður fáanlegur fyrir þessi jólin í sannkölluðum jólabúning. Miller High Life hefur löngun verið þekkt sem „The Champagne of Beers“ og stendur heldur betur undir nafni að þessu sinni.

Við erum að tala um bjór í 750 ml flösku í kampavínsútliti, með glimmer flöskuháls. Flöskurnar eru merktar ártalinu, svo hinir hörðustu safnarar geta nú keypt eina árlega. Bjórinn verður fáanlegur fyrir jólin víðs vegar um heiminn – spurning hvort hann rati hingað til lands verður spennandi að sjá. 

mbl.is