Kristalsglös geta verið stórhættuleg

Þessi forláta kristalsskál er frá Ralph Lauren og myndi sóma …
Þessi forláta kristalsskál er frá Ralph Lauren og myndi sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. mbl.is/

Það er fátt lekkerara en að bera fram desertinn í kristalsskál eða bjóða upp á sérrí úr kristalskaröflu. En nú berast þau válegu tíðindi að þessu háttalagi beri að steinhætta - og það strax. 

Samkvæmt bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu er skilgreiningin á kristal: gler sem inniheldur blý. Því skyldi aldrei geyma matvæli í ílátum úr kristal vegna hættu á blýmengun. Jafnframt er ráðlagt að nota slíka gripi ekki daglega þótt það komi ekki að sök að nota þá endrum og eins. Ófrískar konur og konur á barneignaraldrei ættu aldrei að nota kristal - né börn og ungbörn. Blýmengun getur valdið taugaskemmdun, skaðað nýrun og beinmerginn. 

Þar höfum við það! Og passið að frómasinn sé ekki í kristalsskálinni í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert