Tveggja stjörnu Michelin-staður yfirtekur minnsta veitingastað landsins

Það eru stórtíðindi í pípunum en hinn rómaði veitingastaður Kadeau sem skartar tveimur Michelin-stjörnum mun yfirtaka minnsta veitingastað landsins næstu helgi.

Kadeau er þekktur fyrir að rækta mesta allt sitt grænmeti og jurtir sjálfur á eyjunni Bornholm og þykir með mest spennandi veitingastöðum Danmerkur. Kadeau og ÓX hafa útbúið 15 rétta matseðil sem mun leika við braðlauka gesta ÓX um helgina.

ÓX er ellefu sæta veitingastaður sem er falinn (speakeasy) á bak við Sumac Grill + Drinks á Laugavegi 28.

ÓX opnaði formlega í apríl á þessu ári og hefur heldur betur slegið í gegn hjá þeim gestum sem hafa sótt staðinn.

Fullbókað er á kvöldin en hægt er að skrá sig á biðlista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert