Húsráð Tobbu: Ekki henda gömlum tannburstum! 

SAUL LOEB

Það er einstaklega leiðingjarnt að horfa á gulan hringinn sem myndast gjarnan í kringum niðurföll í vöskum og oft utan um blöndunartækin sjálf þar sem þau nema við vaskinn. Dag eftir dag starir maður í þennan gula hring vonleysisins, sérstaklega þegar tennurnar eru burstaðar.

„Einn daginn þríf ég þetta,“ hugsar þú kannski án þess að setja þessar tvær aðgerðir saman í huganum.Það er að segja tannburstann og ógeðshringinn. Það er nefnilega mikil snilld að geyma gamlan tannbursta og nota til að skrúbba hringinn burt. Tannkrem, matarsódi, astonishduft (í bláu boxunum) eða bleika hreinsikremið virkar allt afar vel á þennan sérlega hvimleiða gula þrjót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert