Yfirliðsvaldandi marengsdraumur

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það eru að koma jól þannig að þið þarna krútt sem hélduð að nóvember væri einhverskonar dulkóðun fyrir no-sugar getið tekið gleði ykkar því nú skal haldið partý. Aðalstjarnan í því verður svo þessi marengsdraumur sem er í senn yfirliðsvaldandi og mögulega hjartaáfallsvaldandi...

Það er meistari Berglind Hreiðars sem á heiðurinn að henni en hægt er að nálgast Gotterí & gersemar HÉR.

Marengsdraumur

  • 4 eggjahvítur
  • 4 dl púðursykur
  • 400 ml rjómi
  • Ferrero Rocer kúlur
  • Nóa kropp

Aðferð:

  1. Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til stífþeytt.
  2. Teiknið hring um 25 cm í þvermál á bökunarpappír og dreifið marengsblöndunni jafnt í hring.
  3. Bakið við 160°C í 45 mínútur og leyfið að kólna í ofninum.
  4. Þeytið rjómann og smyrjið yfir botninn.
  5. Skerið niður Ferrero Rocer kúlur og dreifið yfir rjómann ásamt Nóakroppi, fallegt er síðan að sigta smá bökunarkakó yfir allt saman í lokin.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is