Ómótstæðilegr blondínur með súkkulaði og hnetum

Súkkulaði blondínur með hnetumulningi.
Súkkulaði blondínur með hnetumulningi. mbl.is/Taste of Home

Já takk! Það er ekkert sem stoppar okkur í að smakka þessar blondínur og viljum við biðja um ískalt mjólkurglas með. Hér eru hnetur og súkkulaði í aðalhlutverki og spila það svo sannarlega vel.

Blondínur með súkkulaði og hnetum

 • 1 bolli smjör, bráðið
 • 2 bollar púðursykur
 • 2 tsk vanilludropoar
 • 2 stór egg
 • 2 bollar hveiti
 • ½ bolli valhnetur, mjög fínt saxaðar
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • ⅛ tsk matarsódi
 • 1 bolli saxaðar valhnetur og ristaðar
 • 1 bolli súkkulaði

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 180°. Smyrjið bökunarpappír og setjið í bökunarmót, sirka í stærðinni 30x20 cm.
 2. Takið fram stóra skál. Blandið saman smjöri, púðursykri og vanilludropum. Bætið því næst eggjum, einu í einu, og haldið áfram að píska saman. Takið fram aðra skál og blandið saman hveiti, mjög fínt söxuðum valhnetunum (mulningur), lyftidufti, matarsóda og salti og bætið út í smjörblönduna. Bætið síðan valhnetubitum og gróf söxuðu súkkulaðibitum út í blönduna.
 3. Hellið deiginu í bökunarmótið og bakið í 30-35 mínútur – gott er að stinga tannstöngli í deigið til að tékka hvort það sé tilbúið. Leyfið kökunni alveg að kólna áður en hún er skorin niður í bita.
mbl.is