Hönnunin á þessum veitingastað toppar flest

Veitingastaðinn The Pink Zebra er að finna á Indlandi.
Veitingastaðinn The Pink Zebra er að finna á Indlandi. mbl.is/suryandang.com

Það mun fátt toppa þennan veitingastað, alveg sama hvað við reynum að finna á netinu. Staðinn er að finna á Norður-Indlandi, staðsettan í einni af elstu byggingu borgarinnar Kanpure og ber nafnið „The Pink Zebra“.

Eigendurnir Sagar og Jaivardhan Bhatia viðurkenna að vera pínu „kreisí“, en þau dást mikið að sjónrænu tungumáli kvikmyndasettanna hjá bandaríska leikaranum, framleiðandanum og handritshöfundinum Wes Anderson – og fengu hugmyndina þaðan. Það er að ákveðnu leyti hægt að tala um mínimalískan stíl og hreina hönnun, en eitt er víst að þú þarft að geta þolað bleikan lit og sebrarendur ef þú ætlar að heimsækja þennan stað.

Þetta er svo sturlaður staður að við eigum ekki til …
Þetta er svo sturlaður staður að við eigum ekki til orð. mbl.is/suryandang.com
Ótrúlegt samspil á milli arkitektúrs, forma og lita.
Ótrúlegt samspil á milli arkitektúrs, forma og lita. mbl.is/suryandang.com
Þú þarft virkilega að fíla bleikan lit og rendur ef …
Þú þarft virkilega að fíla bleikan lit og rendur ef þú ætlar að snæða þarna. mbl.is/suryandang.com
mbl.is/suryandang.com
Barinn er opinn! Spurning hvernig vín hússins smakkast.
Barinn er opinn! Spurning hvernig vín hússins smakkast. mbl.is/suryandang.com
mbl.is/suryandang.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert