Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

mbl.is/Cravings: Hungry for more

Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri.

Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur.
Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur. mbl.is/

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

 • 1 bolli hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1 ¼ bolli súrmjólk
 • 3 msk bráðið smjör
 • 1 stórt egg
 • 1 ½ bolli fínt rifin parmesan ostur
 • Með pönnukökunum skal bera fram:
 • 4 egg - elduð eins og þér finnst best
 • 8 sneiðar af beikoni
 • síróp að eigin vali
Aðferð:
 1. Hitið ofninn eins lítið og kostur er.
 2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og pipar í stóra skál. Í aðra skál skal píska saman súrmjólk, bræddu smjöri og egginu uns blandað.
 3. Bætið blautu hráefnunum saman við þurru hráefnin og pískið uns nokkuð gott - má þó vera ögn kekkjótt. Setjið parmesan ostinn út í blönduna og pískið. 
 4. Hitið hefðbundið vöfflujárn (ekki belgískt). Penslið með bræddu smjöri og bakið vöfflurnar eins og lög og reglur gera ráð fyrir.
 5. Setjið vöfflurnar á disk og setjið egg og tvær sneiðar af beikoni með. Sullið sírópi yfir og rífið loks ögn af parmesan osti yfir.
Hér gefur að líta forsíðu bókarinnar.
Hér gefur að líta forsíðu bókarinnar. mbl.is/
mbl.is/Cravings
mbl.is