Svona þrífur þú rauðvín sem sullast niður

Það er enginn endir þó að smávegis af rauðvíni sullist …
Það er enginn endir þó að smávegis af rauðvíni sullist niður. mbl.is/Pinterest

Ef þú lendir í því óhappi að velta rauðvínsglasinu þínu niður og það endar á mottunni eða teppinu á gólfinu – þá þarftu ekki að örvænta. Það þarf enginn blettur að vara að eilífu.

Gríptu eldhúsrúllu og reyndu að ná eins miklu upp af bleytunni og þú getur. Helltu síðan hvítvíni eða sódavatni á blettinn og nuddið því léttilega inn (fer reyndar eftir stærð blettsins). Daginn eftir getur þú þvegið blettinn með þvottaefni og vatni. Sama gildir um ef þú óvart sullar á fötin þín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert