Rúgbrauð sem allir geta bakað

mbl.is/María Gomez

„Ef þið eruð að elda fisk þá er þessi uppskrift ekki að fara að tefja ykkur neitt þó þið ákveðið að henda í eitt svona brauð því það tekur ekki nema eins og fimm mínútur að henda í það og 30 mínútur að baka það.“

Það er engin önnur en María Gómez sem á þetta ómótstæðilega brauð sem virðist bara hreint mjög viðráðanlegt þannig að þið sem mikluðuð það fyrir ykkur að baka rúgbrauð getið hætt því í snarhasti því þetta er í senn einfalt og gott.

María Gómes - Paz.is

Rúgbrauð sem allir geta bakað

Leynihráefnið hér er Melassi sem gerir brauðið sætt, rakt og dökkt á litinn eins og alvöru rúgbrauð á að vera. Melassi er dökkt, þykkt en ekki mjög sætt síróp sem verður til þegar sykur er unninn úr sykurreyr.

Melassan hef ég keypt í Fræinu í Fjarðarkaupum en býst við að hann fáist einnig í Hagkaup og heilsubúðunum.

Í eitt lítið brauð þarf: (Með þessari uppskrift verður brauðið svona litlar sneiðar en ef þið villjið hafa það stórar sneiðar þá þarf að tvöfalda uppskriftina)

  • 2 dl rúgmjöl
  • 2 ½ dl spelt (gróft eða fínt, þið ráðið eða blandað saman)
  • 1 msk vínsteinslyftiduft
  • ½ tsk salt (fínt borðsalt)
  • 1 dl Melassi
  • 1 dl AB mjólk
  • 1 ½ dl soðið heitt vatn

Aðferð:

  1. Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið með sleif
  2. Setjið næst Ab mjólk (ekki hræra strax)
  3. Setjið svo Melassa og sjóðandi heita vatnið saman og hrærið vel í glasi eða lítillri skál svo melassin leysist vel upp
  4. Hellið svo út í þurrefnin og AB mjólkina og hrærið öllu vel saman með sleif. Passið að hæra bara þar til allt er vel blandað saman og reynið að hræra sem allra minnst svo brauðið verði ekki seigt.
  5. Setjið í smurt brauðform
  6. Bakið á 180-190 C°blæstri í 35-40 mínútur
  7. Þegar brauðið á að vera til er gott að stinga ofan í það hníf og ef hann kemur hreinn upp úr er brauðið til.
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert