Fékk kassa af majónesi sendan heim

Sigríður Elva hefur jafnframt gaman af hraðskreiðum bílum.
Sigríður Elva hefur jafnframt gaman af hraðskreiðum bílum. mbl.is/Instagram

„Ást mín og einlæg aðdáun á majónesi hefur mögulega ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með mér á samfélagsmiðlum eða bara þekkja mig,“ segir Sigríður Elva sem var að vonum hæstánægð. Hún segist þó hafa verið alls ómeðvituð um stöðu sína sem áhrifavalds en þetta séu sannarlega gleðilegar fregnir og töluverður status að öðlast.

Gjöfin mun væntanlega koma sér vel þar sem Sigríður Elva hefur margoft lýst því yfir opinbera að majónes sé burðarstólpi í mataræði hennar. Gjöfin góða var japanskt Kewpie-majónes en að sögn Sigríðar Elvu eru Japanar vitlausir í manjónes og segir hún að næsta skref hjá henni sé að kynna sér frekar neyslumynstur þeirra en þeir noti majónes í allt. Þeir setja majónes á bókstaflega allt. Ofan á pönnukökur, núðlur og það er meira að segja hægt að fá ís með majónesbragði, bætir hún við og er farin að safna fyrir pílagrímsferð til Japans.

Hægt er að fylgjast með Sigríði Elvu á Instagram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert