Kjúklinganúðlusúpa sem allir elska

mbl.is/Delish

Hinn fullkomni hversdagsréttur er það sem þetta er og ekkert annað. Sneisafullur af alls kyns góðgæti og í miklu uppáhaldi jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Svo er hann líka fljótlegur og bráðhollur. 

Kjúklinganúðlusúpa sem allir elska
  • 2 msk. extra virgin ólífuolía
  • 450 g kjúklingabringur
  • sjálvarsalt, nýmalaður svartur pipar, 1 tsk. oregano
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 3 stórar gulrætur, saxaðar
  • 3 sellerístilkar, saxaðar
  • 2 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 1.200 ml kjúklingasoð
  • 800 ml vatn
  • slatti af timian
  • 1 lárviðarlauf
  • 340 g núðlur
  • 1 búnt af grænkáli, stilkhreinsað og skorið fínt niður
  • safi úr 1 sítrónu
Aðferð:
  1. Hitið 1 msk. af olíu í stórum potti á miðlungsháum hita. Kryddið kjúklinginn vel með óreganó, salti og pipar og setjið í pottinn. Steikið í pottinum uns gullinbrúnt og gegneldað eða í um 8 mínútur á hvorri hlið. 
  2. Látið kjúklinginn hvíla í góða stund áður en þið skerið hann í bita. 
  3. Setjið 2 msk. af kjúklingasoði á heita pönnu og steikið kjúklingabitana vel. Gætið þess að soðið hjúpi bitana vel. Lækkið hitann, takið kjúklinginn af pönnunni og setjið matskeið af olíu á pönnuna. 
  4. Þegar olían er orðin heit skal setja laukinn, gulrótina og selleríið á pönnuna. Kryddið með salti og pipar og eldið í fimm mínútur eða svo. Hrærið hvítlauk saman við og látið malla í mínútu eða svo. 
  5. Hellið soðinu yfir ásamt vatni og bætið við lárviðarlaufi og timían. Látið malla rólega í 15 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. 
  6. Hækkið hitann og látið suðuna koma upp. Bætið þá við núðlum. Eldið uns núðlurnar eru tilbúnar eða um það bil 7 mínútur. Takið timán og lárviðarlaufið upp úr. Bætið við grænkáli, sítrónusafa og kjúklingnum. 
mbl.is/Delish
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert