Lenti í óforskömmuðum kökukeflasvindlurum

Lesandi Matarvefjarins hafði samband og sagði farir sínar hreint ekki séttar. Eftir að hafa lesið frétt sem birtist á vefnum fyrr á þessu ári um kökukefli ákvað hún að panta sér eitt slíkt enda dáðist ristjórn Matarvefjarins ákaflega að gripnum.

„Snemma í ágúst pantaði ég gullfalleg kökukefli eftir að hafa séð þau kynnt hjá ykkur. Tíminn leið og í september hafði ég samband til að fá sendingarnúmerið, nokkrum dögum seinna fékk ég skilaboð um að sendingin væri á leiðinni. Sendingin kom í október en eitt keflið var röng gerð og tvö kefli sem áttu að vera eins voru í greininni ykkar voru sorglega ljót. Eins og meðalskussi hafi endurgert rétt útlit eftir minni, auk þess sem munstrið var virkilega skakkt, millimunstrið var oft klesst, stundum öðrum megin stundum báðum megin.“

Að sögn konunnar næst ekki í forsvarsmenn fyrirtækisins og komum við því þeim skilaboðum hér með á framfæri að ekki sé öruggt að panta kökukefli sem þessi á netinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert