Sainsbury hefur sölu á skordýrum (til átu)

Skordýr eru bæði næringar- og próteinrík.
Skordýr eru bæði næringar- og próteinrík. mbl.is/Eat Grub

Verslunarrisinn Sainsbury´s verður formlega fyrsta stórverslunin í Bretlandi til að hefja sölu á skordýrum til átu. Ristaðar engisprettur með BBQ-bragði verða settar í sölu í 250 verslunum keðjunnar frá og með næstu viku. 

Það er fyrirtækið Eat Grub sem framleiðir engispretturnar en fyrirtækið þykir afar framsækið og býður upp á fjölda vörutegunda.

Skordýr eru vinsæll matur víða í heiminum og eru afskaplega næringar- og próteinrík. Margir horfa til þeirra sem lausnar á vandamálum heimsins þar sem auðvelt er að rækta þau og ákaflega umhverfisvænt. 

Hægt er að skoða heimasíðu Eat Grub og kynna sér úrvalið betur HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert