Spaghettí sem enginn fær staðist

Einn af þessum réttum sem klikka aldrei.
Einn af þessum réttum sem klikka aldrei. mbl.is/SpoonForkBacon.com

Þetta er svona réttur sem þú færð ekki leið á. Hver elskar ekki pasta, smjörsteikta hvítlaukstómata, ferska basiliku og haug af nýrifnum parmesan? Það má svo auðveldlega bjóða fólki í mat með svona einfaldleika – það þarf ekki alltaf að vera steikarhlaðborð á boðstólnum.

Smjörsteiktir tómatar á spaghettífjalli (fyrir 3-4)

  • 5 msk. ósaltað smjör
  • 2 hvítlauksrif, kramin léttilega með hýðinu á
  • 2 stönglar af fersku timían
  • 650-700 g cherry-tómatar
  • Spaghetti
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Fersk basilika
  • Parmesan-ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°.
  2. Dreifið smjöri, hvítlauk (í heilu lagi með hýðinu á) og timían í eldfast mót og cherrý-tómatana þar ofan á. Saltið og piprið og setjið inn í ofn í 10 mínútur. Takið úr ofninum og þá ætti smjörið að vera bráðið – takið smjörið upp með skeið og hellið yfir tómatana (baðið þá upp úr smjörinu). Setjið því næst aftur inn í ofn í aðrar 20 mínútur, þar til tómatarnir hafa bakast.
  3. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum í saltvatni. Geymdu um ½ bolla af pastavatninu þegar þú hellir vatninu af.
  4. Takið tómatana úr ofninum og fjarlægið rósmaríngreinarnar. Takið hýðið af hvítlauknum og merjið. Bætið hvílauknum aftur út í tómatana og veltið þeim upp úr hvítlauknum ásamt öllum safanum sem er í eldfasta mótinu.
  5. Hitið ólífuolíu á pönnu á miðlungshita. Setjið einn þriðja af tómötunum ásamt safanum á pönnuna.
  6. Bætið pastanu út á pönnuna og veltið því í örfáar mínútur. Saltið og piprið. Hellið pastavatninu sem þið tókuð til hliðar á pönnuna og leyfið því að sjóða upp.
  7. Setjið spaghettí á stóran disk og hellið restinni af tómötunum og safanum yfir. Toppið með ferskri basiliku og nóg af nýrifnum parmesan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert