Svona gerir þú heimagert örbylgjupopp

Öll höfum við heyrt af því að örbylgjupopp sé mögulega ekki það hollasta í heimi og geti innihaldið urmul óæskilegra efna sem við myndum helst vilja forðast.

Án þess að orðlengja neitt frekar um það erum við hér með aðferð sem tryggir að þú getur enn poppað í örbylgjuofninum þínum en með mun heilsusamlegri hætti.

Það eina sem þú þarft er brúnn bréfpoki, smjör, krydd sem þú kærir þig um (hér er sjávarsalt alveg hreint tilvalið) og svo auðvitað maís.

Setjið allt í pokann og lokið honum (nóg er að brjóta hann aftur). Setjið síðan í örbylgjuofninn og stillið á 5 mínútur við miðlungsstyrk eða setjið á poppstillinguna sem er á flestum örbylgjuofnum.

Hér gildir sama regla og með hefðbundið örbylgjupop, það þarf að stoppa þegar bilið fer að lengjast milli poppsins eða þegar það er orðið 2-3 sekúndur. Þá er poppið tilbúið – njótið vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert