Svona losnar þú við gulu röndina í klósettinu

shironosov

Við þekkjum það öll að vera nýbúin að ljúka þrifum á baðherberginu og þar með töldu salerninu, en það situr enn þá eftir gulur bjarmi eða rönd í skálinni. Maður myndi halda að öll fínu búðarkeyptu hreinsiefnin myndu bjarga þessum málum en svo er ekki alltaf raunin.

Til þess að losna við gulu slikjuna og fá postulínið til að glansa á ný, kemur sítrónusýra til bjargar. Hellið sítrónusýru í klósettskálina og blandið vatni saman við svo blandan verði froðukennd. Og á meðan nuddið þið svæðið með svampi. Munið bara að vera í hönskum!

Það er mikilvægt að halda postulíninu hreinu.
Það er mikilvægt að halda postulíninu hreinu. mbl.is/livesimply.me
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert