Forsetafrúin fékk að sjá leynivopnin

Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara kynnir forsetfrúnni fyrir leynivopnum …
Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara kynnir forsetfrúnni fyrir leynivopnum landsliðsins. mbl.is/

Eins og alþjóð veit keppir íslenska kokkalandsliðið á heimsmeistaramótinu í matreiðslu nú um helgina og hefur undirbúningur staðið yfir í töluvert langan tíma enda bæði flókinn og yfirgripsmikill. 

Verndari landsliðsins, Frú Eliza Reid, forsetafrú var mætt á æfingu í dag til að hvetja landsliðsmenn áfram og fylgjast með þeim að störfum. Eins og gefur að skilja er spennan mikil enda hefur liðinu gengið vel á alþjóðlegum mótum. 

Keppnin hefst á morgun og Matarvefurinn mun að sjálfsögðu fylgjast vel með. 

Forsetafrúin ásamt landsliðinu í dag í andyri Hotel Saint-Nicholas í …
Forsetafrúin ásamt landsliðinu í dag í andyri Hotel Saint-Nicholas í Lúxemborg í dag. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert