Fjölskylduvænn fiskur að hætti Gordon Ramsay

mbl.is/Gordon Ramsay

Hér gefur að líta uppskrift sem á rætur sínar að rekja til meistara Gordon Ramsay. Í upprunalegu útgáfunni – sem við getum kallað tillidagaútgáfu er bæði hörpudiskur og rækjur, auk þess sem búið er að sulla vermút út í sósuna. Í þessari fjölskylduvænu útgáfu er þetta í grunninn bara góður plokkari sem gerður er aðeins öðruvísi en eins og við ævintýrafólkið vitum þá er nauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt endrum og eins.

Fjölskylduvænn fiskur að hætti Gordon Ramsay

Fyrir 4-6

  • 1 rauðlaukur, saxaður
  • 2 msk ólífuolía
  • 40 g smjör
  • 4 msk hveiti
  • 250 ml soð (fiski eða grænmetis)
  • 200 ml mjólk
  • 60 ml rjómi
  • 800 gr þorskur
  • Salt og pipar
  • Kartöflutoppurinn
  • 750 g kartöflur
  • 75 g smjör
  • 50 ml heit mjólk
  • 2 eggjarauður
  • 75 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið grunnt eldfast mót (sem tekur um 2 l.)
  2. Byrjið á að gera kartöflumúsina. Skrælið og skerið kartöflurnar niður og sjóðið. Hellið vatninu af þegar kartöflurnar eru soðnar og maukið kartöflurnar. Bætið við smjöri og mjólk og blandið saman uns öll hráefni renna vel saman. Bætið að lokum við eggjarauðu og salti og pipar. Blandið saman og leggið til hliðar.
  3. Steikið laukinn á pönnu í ólífuolíunni og smjöri og eldið í 4-5 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur. Hellið soðinu út á (eða vatn og teningur) og blandið vel saman. Sáldrið því næst hveitinu út á og hrærið vel í til að blandan verði ekki kekkjótt. Látið sjóða niður um helming eða svo. Bætið því næst saman mjólkinni og látið malla í rólegheitum í nokkrar mínútur. Að síðustu skal bæta rjómanum saman við. Saltið og piprið.
  4. Skerið fiskinn niður og setjið í eldfasta mótið. Saltið og piprið. Hellið því næst blöndunni yfir og svo skal setja kartöflumúsina yfir. Ýfið músina vel með gaffli og sáldrið svo rifna ostinum yfir.
  5. Bakið í 10 mínútur og lækkið þá hitann niður í 180 gráður og bakið í 20 mínútur til viðbótar.
  6. Látið standa í nokkrar mínútur áður en þið berið fram.
Gordon Ramsay veiddi þennan væna lax hér á Íslandi en …
Gordon Ramsay veiddi þennan væna lax hér á Íslandi en það má vel nota lax í þessa gómsætu uppskrift. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert