Skotheldur réttur sem engan svíkur

Kjötbollur ættu að vera á boðstólnum í það minnsta einu …
Kjötbollur ættu að vera á boðstólnum í það minnsta einu sinni í viku. mbl.is/Line Thit Klein

Klassísku kjötbollurnar eru mættar á borðið. Þessar klikka aldrei og svíkja engan sem á þeim smakkar. Hún verður ekki meira orginal þessi uppskrift.

Klassískar kjötbollur (fyrir 4)

  • 500 g svínahakk
  • 1 meðalstór laukur
  • 1 egg
  • 3 msk. hveiti
  • 1-1½ dl mjólk
  • 2 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar

Aðferð:

  1. Hakkið laukinn mjög smátt og blandið honum saman við hakkið ásamt eggi, hveiti, mjólk, salti og pipar. Ef þú hefur góðan tíma er gott að leyfa hakkblöndunni að standa nokkra tíma í kæli til að leyfa öllum hráefnunum að blandast vel saman.
  2. Mótið litlar kúlur og steikið á pönnu, sirka 6 mínútur á hvorri hlið. Gott er að blanda saman olíu og smjöri á pönnunni til að forðast að bollurnar brenni.
mbl.is