Sjúklega einfaldur og bragðgóður kjúklingaréttur

mbl.is/Linda Ben

Hver elskar ekki einfaldan en bragðgóðan mat? Sérstaklega ef það tekur ekki svo langan tíma að hafa hann til og kannski ekki síst ef hægt er að gæða sér á afgöngum daginn eftir. 

Þessi snildarréttur kemur frá Lindu Ben og stendur fyllilega fyrir sínu. 

Þessi uppskrift kallar einfaldlega á það að skera öll hráefni smátt niður og smella þeim svo saman á pönnu og steikja létt saman. Setja svo sósu yfir og þá er rétturinn nánast tilbúinn, afar einfalt og þægilegt. Ekta matur sem er fullkomið að hafa í miðri viku.

Þessi uppskrift er frekar stór en það er vegna þess að rétturinn er eiginlega betri daginn eftir, það er því um að gera að elda stóran skammt til þess að eiga afgang daginn eftir.

Heimasíðu Lindu Ben er hægt að nálgast HÉR.

Sweet Chillí stir fry núðluréttur

 • 3 kjúklingabringur
 • 1 haus brokkolí
 • 4-5 meðal stórar gulrætur
 • 1 dós mini-maís
 • 1 shallot-laukur
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • Salt og pipar
 • Þurrkað rautt chillí-krydd
 • 2 pokar Sweet chillí wok-sósa frá Blue Dragon
 • 1-2 msk. Blue Dragon-ostrusósa
 • 1 pack Blue Dragon-eggjanúðlur

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar niður í litla bita. Kryddið þær með salti og pipar og steikið upp út örlitlu af olíu.
Skerið shallot-laukinn smátt niður og setjið á pönnuna, steikið. Skerið því næst gulrætur og brokkolí, steikið við meðal hita á pönnunni þar til grænmetið er farið að mýkjast vel, u.þ.b. 7-10 mín.
Setjið vatn í pott og hitið að suðu, bætið því næst núðlunum í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
Bætið mini-maís og smátt söxuðum hvítlauk út á og steikið létt.
Bætið sweet chillí-sósunni út á pönnunna og blandið vel saman við, því næst hellið þið vatninu af núðlunum, setjið þær á pönnuna og steikið allt létt saman í smá stund og bætið ostrusósu út á eftir smekk.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is