Einfalt og æðislegt tikka masala

mbl.is/María Gomez

Þessi máltíð er alveg hreint til háborinnar fyrirmyndar. Hér erum við með máltíð að austurlenskum hætti; bragðmikið tikka masala sem var borið fram með naan-bauði, jógúrt-gúrkusósu og hrísgrjónum. 

Útkoman var alveg hreint stórkostleg en það var María Gomez sem bauð upp á þessa snilld.

Heimasíðu Maríu er hægt að nálgast HÉR.

Einfalt og æðislegt tikka masala

  • Einn pakki af Toro Tikka Masala-grýtu
  • 1/2 græn paprika
  • 1/2 dós ananas + safinn úr dósinni
  • 4 Kjúklingabringur
  • Kókósmjólk í dós (ekki fituskert)

Aðferð:

  1. Skerið bringurnar í gúllasbita.
  2. Saxið paprikuna smátt og ananasinn í helminga. Setjið olíu á pönnu og steikið grænu paprikuna þar til hún er mjúk, ekki brúna hana.
  3. Setjið svo bringurnar út á pönnuna með paprikunni og saltið smá. Steikið bara þar til þær verða hvítar (ekki steiktar alveg í gegn, verða þá þurrar).
  4. Hellið næst duftinu út á og blandið við 4 dl af vatni og 1 dl af ananassafanum úr dósinni og 3,5 dl af kókósmjólkinni.
  5. Setjið svo ananasinn út á og látið sjóða í 15-20 mínútur svo kjúllinn verði alveg til, því við steiktum hann ekki í gegn.
mbl.is/María Gomez
mbl.is