Kynngimagnaður kvöldverður á augabragði

Gómsætur grísasnitsel.
Gómsætur grísasnitsel. mbl.is/Einn, tveir og elda

Hér gefur að líta uppskrif að forláta snitsel sem ætti að falla í kramið hjá flestum enda er hjúpurinn ansi kynngimagnaður og ætti að vekja lukku á flestum heimilum. 

Uppskriftin kemur frá Einn, tveir og elda.

Grísasnitsel með rjómalagaðri sveppasósu og kartöflum

  • 2 stk grísasnitsel (u.þ.b. 180-200 gr stk)
  • 50 g gullrasp
  • 50 g blátt doritos
  • 1 msk kryddblanda (laukduft, hvítlaukssalt, steinselja, pipar)
  • 300 g kartöflur 
  • 1 egg 
  • 50 g hveiti
  • 150 ml matreiðslurjómi 
  • 50 g piparostur 
  • 1 teningur af kjúklingakrafti
  • 50 g sveppir
  • Salt, pipar, olía eða smjör

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c og takið þrjár skálar. Pískið egg í skál, myljið doritosflögurnar og blandið saman við raspinn ásamt kryddblöndunni og setjið í aðra skál. Setjið um það bil 50 gr af hveiti í þriðju skálina.
  2. Skerið kartöflurnar í báta og færið í eldfast mót, veltið upp úr olíu, salti og pipar. Bakið í ofninum í 20-30 mínútur eða þar til stökkar.
  3. Veltið snitselunum fyrst upp úr hveiti, síðan egginu og loks doritos raspinum. Steikið snitselin á vel heitri pönnu upp úr olíu eða smjöri í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið og færið þau síðan í eldfast mót. Bakið snitselin í 10-15 mínútur eða þar til fullelduð.
  4. Skerið sveppina í sneiðar og steikið í potti upp úr 1 msk af olíu eða smjöri. Þegar sveppirnir eru orðin mjúkir skal hella rjómanum útí ásamt kjúklingakraftinum og piparostinum. Hitið sósuna að suðu og lækkið þá í miðlungshita. Látið sósuna malla þar til orðin hæfilega þykk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert