Skírt smjör komið á markað

mbl.is/Bone & Marrow

Íslenska fyrirtækið Bone & Marrow hefur sett á markað skírt smjör sem ætti að gleðja marga. 

Skírt smjör er ævaforn afurð notuð um allan heim. Það er unnið úr íslensku ósöltuðu smjöri. Við framleiðsluna er vatn, mjólkursykur og mjólkurprótín að mestu leyti fjarlægt úr smjörinu. Eftir stendur nánast hrein (99,9%) mjólkurfita.

Skírt smjör hefur sætan karamellukeim og hentar vel sem viðbit og í alla matargerð. Skírt smjör er hálffljótandi og kornkennt við stofuhita. Það hefur hátt brennslumark (250°C) og því afbragð til að steikja og baka upp úr.

Hægt er að kaupa smjörið í eftirtöldum verslunum:

  • Frú Lauga
  • Melabúðin
  • Fræið Fjarðarkaup 
  • Bændur í Bænum
  • Systrasamlagið
  • Crossfit Reykjavík

Heimasíðu Bone & Marrow er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is/Bone & Marrow
mbl.is/Bone & Marrow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert