Hugmyndir að heimatilbúnum jólakortum

Litlar tölur hér í formi jólaskrauts og nokkur pennastrik er …
Litlar tölur hér í formi jólaskrauts og nokkur pennastrik er allt og sumt á þessu korti. mbl.is/Ilikebigbuttons.com

Við þykjumst vita að flestir þarna úti elska að fá jólakort heim með póstinum en eru kannski ekki þeir virkustu í að senda kort sjálfir. Og hugsunin „á næsta ári ætla ég að senda kort“ skýst fram í kollinn.

Fyrir einhverja er þetta tómt vesen, kostnaðarsamt og tímaþjófur. En hvernig væri að senda bara nokkrum útvöldum kort í ár, heimagert jólakort með persónulegri kveðju sem fær viðtakandann til að skæla af gleði? Við lofum að þegar þú byrjar þá verður þetta hin skemmtilegasta kvöldstund, jafnvel með eitt rauðvínsglas á kantinum.

Þessa útgáfu ættu allir að geta klórað sig áfram með. …
Þessa útgáfu ættu allir að geta klórað sig áfram með. Stílhreint en segir allt sem segja þarf. mbl.is/Studio Van Hart
Skemmtileg hugmynd að sauma einfalt jólatré í þykkan pappír.
Skemmtileg hugmynd að sauma einfalt jólatré í þykkan pappír. mbl.is/Kotodesign.etsy.com
Ein útfærsla er að kaupa fallega stimpla og skreyta kortið.
Ein útfærsla er að kaupa fallega stimpla og skreyta kortið. mbl.is/Delalune I Printables
Það þarf ekki alltaf að standa „gleðileg jól“, góð hugmynd …
Það þarf ekki alltaf að standa „gleðileg jól“, góð hugmynd að leika sér með texta úr öllum áttum. mbl.is/Jayce-o.blogspot.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert