Ertu með hitaeiningafjöldann á hreinu?

100g af smjöri og 100g af rjóma. Þetta eru lítil ...
100g af smjöri og 100g af rjóma. Þetta eru lítil glös og samanlagt innihalda þau tæplega 1100 hitaeiningar. mbl.is

Núna þegar hátíð ljóss, friðar og heimabaksturs er að hefjast er gott að fara yfir nokkur mikilvæg atriði eins og hvernig maður kemst hjá því að hlaupa í spik yfir hátíðarnar. 

Undirrituð er afskaplega sólgin í rjóma og smjör og hafði því gott að því að fletta því upp hjá Matvís hvað þessar dásemdarfæðutegundir innihalda mikið af hitaeiningum. 

Þetta eru ekki góðar fréttir... 100g af smjöri innihalda 726 hitaeiningar og 100g af rjóma innihalda 340 hitaeiningar. Í mínu tilviki þýðir þetta að ég innbyrði tæplega 1100 hitaeiningar daglega af þessum dásemdum (ég kann mér ekkert hóf og elska harðfisk með miklu smjöri).

Það er gott að hafa þessar upplýsingar á bak við eyrun nú í desember þannig að janúarbömmerinn verði í lágmarki. 

Gott smjör er gulli betra...
Gott smjör er gulli betra... mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is