Himinhá kaka sem var ekkert mál að skera

Kristinn Magnússon

Þessi forkunnarfagra kaka var bökuð af Berglindi Hreiðarsdóttur sérstaklega fyrir forsíðu Kökublaðs Matarvefjarins sem kom út á dögunum. Pælingin var að hafa hana virkilega háa sem getur vissulega verið vandamál. Það sem Berglind gerði hinsvegar (og er afar snjallt) var að setja pappaspjald í miðja kökuna þannig að í raun voru þetta tvær kökur settar saman.

Fyrir vikið var líka mjög auðvelt að skera hana. Kakan er 15 sentimetrar í þvermál og litasamsetningin var eiginlega bara alveg út í bláinn og kom vel út.

Punkturinn yfir i-ið var síðan lógó Matarvefsins sem Hlutprent skar út fyrir okkur.

Kakan er djöflakaka frá Betty Crocker – bragðbætt að sjálfsögðu með Royal súkkulaðibúðingi. Á milli er kaffismjörkrem og kakan var algjörlega dásamleg á bragðið.

Á þessari mynd má sjá forsíðuljósmyndarann okkar, Kristin Magnússon, stilla …
Á þessari mynd má sjá forsíðuljósmyndarann okkar, Kristin Magnússon, stilla upp í stúdíóinu áður en kakan var mynduð. mbl.is/Þóra Sigurðardóttir
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert