Svona losnar þú við súru lyktina

Tatomm

Það eru til súrir skór á hverju heimili – og það er staðreynd. Gamlir strigaskór eða illa lyktandi fótboltaskór eru algengt vandamál. Ekki lengur!

Ein matskeið af natroni er allt sem til þarf. Hellið því í skóna og hristið þá aðeins til þannig að natronið dreifist jafnt. Leyfið þessu að standa yfir nótt og ryksugið svo natrónið upp daginn eftir. Þetta má endurtaka eftir þörfum.

Það er fátt jafn óaðlaðandi og illa lyktandi skór.
Það er fátt jafn óaðlaðandi og illa lyktandi skór. mbl.is/india.com
mbl.is