Eitt snjallasta eplatrix síðari ára

Hér er eitt stórgott leynitrix við eplum. Það er ekkert meira óspennandi en niðurskorið epli fyrir krakkana til að taka með í nesti og eplabátarnir verða fljótt brúnir á lit.

Við höfum komist að því að þetta vandamál heyrir sögunni til. Þú einfaldlega skerð eplið í báta, smellir því svo aftur saman og setur teygju utan um. Svo einfalt og brilliant lausn.

Teygjutrixið er að virka vel á niðurskorin epli.
Teygjutrixið er að virka vel á niðurskorin epli. mbl.is/Ethan Calabrese
mbl.is